laugardagur, 27. janúar 2007

Verkefni 1. Útlistun á draumum

Jæja, þá er dagurinn brátt á enda og komið að því að birta niðurstöður verkefnisins. Ég ætla bara að skrifa niðurstöðurnar inn í handahófskendri röð.

Það sem mig dreymir um að gera er:
  • Kunna að spila á hljóðfæri
  • Stofna fjölskyldu
  • Ná velgengni í starfi
  • Eiga vélsleða
  • Eiga mótorhjól
  • Eiga pening til að gera það sem mig langar til
  • Aðstoða aðra
  • Ferðast
  • Vera í mjög góðu líkamlegu ástandi
  • Vera kærulausari en ég er í dag
  • Njóta líðandi stundar
  • Vera hamingjusamur
  • Veita hamingju

Nú þegar ég veit hvað ég vill þá þarf ég að fara að velta því fyrir mér hvernig ég ætla að ná að gera þessa drauma að veruleika. En áður en ég geri það þá þarf ég að forgangsraða þessum draumum, því það er alveg á hreinu að ég get ekki gert þetta allt í einu.

Verkefnið fyrir morgundagin er s.s. forgangsröðun á atriðum draumalistans.

Jæja, ætla að ljúka bloggi dagsins með því að segja: Ef þú dettur sjö sinnum, rístu þá á fætur átta sinnum.

Góðar stundir

Engin ummæli: