sunnudagur, 28. janúar 2007

Verkefni 2.

Þegar ég var að vinna að verkefni dagsins þá komst ég að því að sumir draumar voru í raun forsenda annarra, þannig að ég ákvað að flokka saman þá drauma sem voru háðir hver öðrum. Frá og með nú ætla ég að hætta að tala um þessi atriði sem drauma því að draumar eru eitthvað sem er fjarlægt. Þess í stað ætla ég að tala um markmið. Hér kemur upptalning á markmiðunum í forgangsröð.

1. Vera í mjög góðu líkamlegu ástandi
2. Vera hamingjusamur (tengist markmiðinu að njóta líðandi stundar)
3. Veita hamingju (tengist að hluta til markmiðinu um að hjálpa öðrum)
4. Stofna fjölskyldu
5. Ná velgengi í starfi
6. Eiga pening til að gera það sem mig langar til (Tengist markmiðunum um að eiga mótorhjól og vélsleða og einnig markmiðinu um að ferðast).
7. Vera kærulausari en ég er í dag.
8. Læra að spila á hljóðfæri

Það er nú einu sinni þannig að markmið eru ekki góð nema þá að þau séu mælanleg, þannig að verkefni morgundagsins er að gera markmiðin mælanleg.

Engin ummæli: